föstudagur, febrúar 18, 2005

Veðurfar

18 stiga frost í dag, veturinn á að lifa eitthvað áfram, það er snjór yfir öllu og á að bætast í yfir helgina. Svo fer að styttast í mars og þá kemur vorið. Hér teljast vera árstíðaskipti á jafndægri og svo sólstöðum og allar árstíðar eru því þrír mánuðir. Merkilegt hvað þetta meginlandsloftslag sem Benni landafræðikennarinn talaði svo oft um hér fyrir langa-löngu er nákvæm lýsing á veðurfarinu hér, svo ekki sé talað um eilíft tal um áhrif sjávar á lofthita og þá blessaðan golfstrauminn sem heldur Íslandi í byggð. Þótt við séum á 45. gráðu, þeirri sömu og suður Frakkland, þá er veðurfarið hér gjörólíkt suður Frakklandi, því miður. Ég hefði ekkert á móti því að búa við veðurfarið þar, svo ekki sé talað um landslagið.....fjöll og sjór! Við verðum í mið-Evrópu í mars, Vín og Prag og svo Reykjavík náttúrulega, og þá fáum við að upplifa eitthvað annað en þurran kuldann sem hér er, kannski verður það bara rakur kuldi og hráslagi í staðinn.

Engin ummæli: