þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Í dag á hann að snjóa, og það mikið. Það er að koma kolvitlaust veður með slyddu fyrst og svo þungri, blautri snjókomu á eftir. Það hlaut nú að koma að því að veturinn léti í sér heyra. Halli kom heim frá Dallas í gærkveldi og fer til New York á morgun svo hann ætti að ná ótrufluðu ferðalagi sitthvorumegin við hríðina. Ég fer til New York á föstudaginn. Mér finnst New York svo voðalega skemmtileg borg en ekki vildi ég búa þar. Mér finnst ég þurfa á allri minni orku að halda bara í þessa fáu daga sem ég er þar að öllu jöfnu rétt til þess að lifa af daginn. Það er eins og öll orka sé soguð úr mér og ég er eins og gömul tuska þegar að kvöldi er komið. Orkan er svo mikil á Manhattan að mér finnst eins og borgin hristist og skjálfi af krafti. Ég veit ekki alveg af hverju mér finnst þetta því ekki er fólk á hlaupum eða gargandi og öskrandi eins og í Kringlunni, en allir eru samt greinilega að fara eitthvert eða eru með ákveðin erindi og eru mjög ákveðnir í fasi. Það eru afar fáir að rölta um og njóta lífsins á Manhattan, allavega neðri hlutanum. Það er skárra í Central Park en þar eru samt allir að gera eitthvað ákveðið; hlaupa, hjóla, labba með hundinn, línuskauta, dansa.....

Engin ummæli: