föstudagur, nóvember 25, 2005

Jolaverslun

Ég tel mig nú vera all þokkalega hagkvæma í innkaupum og vel skipulagða manneskju. Ég leita uppi tilboð (ég bjó nú ekki í Norge í þrjú ár fyrir ekki neitt!), fer í outlet, og þar fram eftir götunum. Ég er greinilega alveg vonlaus samt. Í dag er mesti verslunardagur ársins hér í landi og búðir opnuðu sumar hverjar klukkan 4 í morgun, fólk stóð í röð við Best Buy í alla nótt til að ná í dót og drasl á góðu verði! Það eru nefnilega tilboð allsstaðar og margir búnir að liggja yfir bæklingum og auglýsingum um tilboð hér og tilboð þar og tilboð allsstaðar. Það er ekki mín deild að standa í röð til að komast inní búð, hvað þá yfir nótt í 12 stiga frosti, vindi og snjókomu. Ég versla helst þegar ég þarf á einhverju að halda, byrja í tilboðsverslununum, og færi mig svo yfir í hinar ef ekki vill betur, helst á eins litlum tíma og hægt er. Dætur mínar segja að ég sé voðalega leiðinleg að versla með því ég hef svo lítið úthald í verslunum og vilji helst hætta áður en allt sé fullreynt. Þvílíkur galli á einni manneskju!

Engin ummæli: