mánudagur, nóvember 14, 2005

Helgin

Mikið hvað helgar geta verið notalegar. Laugardagurinn fór í bakstur og stúss með Karólínu, það er orðið svo sjaldgæft að við mæðgurnar eyðum tíma saman utan heimilis. Þá sjaldan sem hún á lausa stund þá vill hún bara vera heima og "kose sig". Við mæðgurnar fórum að versla, en bara smá, íþróttaföt og svoleiðis því nú byrjar körfuboltatímabilið í dag. Hún er búin að fá það staðfest að nú byrjar hún í Duke háskóla í haust. Hann er í Durham í Norður-Karólínu fylki, og henni sem var svo illa við Suður og Norður-Karólínu þegar hún var lítil! Þetta kom náttúrulega aðallega fyrir þegar nafnið hennar var borið fram á amerísku, og þá bætti hún oftast við.."north or south?" Halli var á vakt og kom ekki heim fyrr en seint. Svo var brjálað þrumuveður um kvöldið en við vorum í mat hjá vinum okkar í góðu yfirlæti og nutum þess að vera í rólegheitum. Sunnudagurinn fór nú öðruvísi en ætlað var. Halli var að fara á fund í Dallas en leit vitlaust á brottfarartímann og missti af vélinni. Þá var bara að bruna uppí Minnepolis og ná vél þaðan til Dallas. Það tókst en ég keyrði þessa þrjá tíma í einum rykk og bakinu mínu fannst það ekki mjög spennandi og var með mótmæli það sem eftir var dags. Svo eyddi ég restinni af deginum í vitleysu; skúra, gera við, lesa, prjóna, horfa á sjónvarp...oftast allt í einu.

Engin ummæli: