fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Thanksgiving

Það er snemma að morgni Thanksgiving, sólin að koma upp og henni tekst eflaust að ýta einhverju af kuldanum til hliðar, allavega yfir daginn. Það er hvasst á okkar mælikvarða, hvín í trjánum og þau fáu lauf sem ekki er búið að hreinsa eru á fleygiferð um hverfið. Auð jörð, en snjór á leiðinni eftir helgi. Við verðum hjá vinum okkar og nágrönnum í mat. Þar verða um 25 manns svo nóg verður lífið og fjörið enda helmingurinn börn og unglingar sem allir þekkjast vel. Bjarni ætlar að elda megnið af veislumatnum, kalkún og 9 rétti af meðlæti. Ég reikna með að hann fari að koma á fætur, óguðlegur tími á hans mælikvarða, til að byrja á herlegheitunum. Þetta er víst ekki mikið mál í hans bókum, en gott verður það þegar kalkúna og stöffing lyktin fer að fylla húsið, ásamt lykt af nýbökuðu brauði, kartöflum, gulrótum, sætum kartöflum, maís, eplapæ, og svo allskonar meðlæti sem ég hef aldrei heyrt á minnst.

Góður dagur framundan.

Engin ummæli: