þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Hann Halur Húfubólguson (www.valmart.blogspot.com) skrifar um rammíslenska matargerð og matarvenjur í dag. Ég tók mig til í morgun og steikti heilan helling af kleinum og varð hugsað til húsbóndans í Vinaminni. Djúpsteikt deig getur náttúrulega ekki talist til hollustufæðis en það er þetta með magnið, eða það sem heitir á ensku "portion control". Það er nefnilega alls ekki nauðsynlegt að hafa kleinurnar af fjölskyldustærð og þaðan af síður þarf að borða tíu í einu. Hann Matti í kvæðinu hans Stefáns Jónssonar fékk til dæmis bara eina kleinu að launum fyrir að svæfa systur Bínu.

Engin ummæli: