miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Heilsuatak

Ég er í miklu heilsuátaki þessa dagana. Ég fer til næringarfræðings einu sinni í viku og svo einkaþjálfara einu sinni í viku. Svo fór ég í metabolic testing og nú er ég að þjálfa líkamann eftir hjartslætti og allt er þetta mjög vísindalegt því nú veit ég meira um líkamann minn, möguleika hans og takmörk, en ég hef nokkruntíma áður vitað, og kannski meira en ég endilega vil. Ég fór nefnilega í fitumælingu (klípupróf) og allt það sem tilheyrir....það var ekki skemmtilegt. Ég fer líka í jóga og pilates, og stundum yogalates, og eru það bestur tímar vikunnar en ég þarf að koma hjartanu á hreyfingu og ná upp þoli og þreki. Ég keypti mér hjartsláttar mónitor og allt er þetta hið besta mál því nú velti ég all verulega fyrir mér hvað ég læt ofaní mig, ekki bara kaloríuunum heldur líka samsetningunni og innihaldinu. Mér finnst nefnilega matur voðalega góður en ég þarf að hætta að nota mat sem sálræna hækju og hætta alveg að kaupa hormónakjöt og gegnum sprautað grænmeti og í staðinn leita uppi almennilega fæðu sem ekki er búið að blanda með allskonar óþverra. Það er alveg hægt hér í landi hormóna, ég þarf bara að hafa aðeins fyrir því og aga sjálfa mig þannig að ég leiti það uppi og viti hvert skal fara. Sem betur fer þá veit ég hvar ég fæ íslenskan fisk en kjötið er aðeins meira mál. Ég kem reyndar alltaf með lamb með mér að heiman en það er alltaf læri eða hryggur og það er í sjálfu sér alltí lagi en það er þetta með hversdagsfæðuna sem ég þarf að einbeita mér að. Svo er það þetta með brauðið. Lengi vel var rotvarnarefnbrauð það eina sem hægt var að kaupa svo ég hef bakað mikið af brauði í gegnum tíðina en nú er komið bakarí hér með alvöru brauði, mér til mikillar gleði og því þarf ég ekki að passa uppá birgðastöðu brauða.

1 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Líst rosalega vel á þetta hjá þér Kata - og dauðöfunda þig af yoga og pilates... Það er reyndar hægt að komast í yoga hér á Akureyri en það er yfirleitt í kringum kvöldmatartímann en þá vil ég vera heima með fjölskyldunni.