þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Hitastig jarðar

Þegar ég kom niður í morgun var gamla góða gufan á og Ævar Kjartansson að ræða við einhvern sem ég ekki þekki um hitastigs- og loftslagsbreytingar jarðar. Við erum öll meira og minna sek, sumir meira en aðrir þó og þá sérstaklega margir sem búa í þessu landi sem ég bý í. Bílaframleiðendur amerískir eiga í óendanlegum vandræðum með að þróa og framleiða bíla og vélar sem nýta orkuna vel og finna orku sem mengar ekki, eða allavega lítið. "My truck" er bara hluti af persónuleika margra og þeim hinum sömu finnst þeir hafa fæðingarétt á því að keyra aleinir um á bílum sem eyða 40-60 lítrum á 100km. Svo eru náttúrulega almenningssamgöngur af afar skornum skammti hér í miðvestrinu. Ég kemst engra erinda nema á bíl, það er a.m.k 45 mínútna gangur í næstu matarbúð, og annað eins í vinnuna. Halli er reyndar með allra bestu mönnum í að nota eigin afl sem allra mest. Hann hjólar eða hleypur í vinnuna alla daga og þá sjáldan hann notar hjólið þá eru það eingöngu tvö í einu í formi reiðhjóls, vespu eða mótorhjóls en ég er ekki eins öflug og gerist sek um að keyra hvert sem ég fer.

Engin ummæli: