fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Fyrsti vetrarvottur
Vetur kallinn er kominn í stutta heimsókn. Það verður líklega ekki fyrr en í desember sem hann kemur alkominn í vetrardvölina. Veðurspáin rættist að stórum hluta, það kom ekki eins mikill snjór og búist var við en það eru samt 5-7 sentímetrar á jörðinni núna. Það sem meira er.....það er 18 stiga frost nú í morgunsárið en hann hlýnar smám saman og verður víst yfir frostmarki á sunnudag. Þá verð ég í New York, fín dama, að njóta Stórborgar í jólaskrúða. Halli lenti í seinkunum á ferð sinni til New York í gær, vélin héðan frá Rochester seinkaði vegna veðurs og hann missti af tengifluginu í Chicago en hann er kominn heilu og höldnu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli