laugardagur, desember 17, 2005
Það fer ekkert á milli mála að nú er ég komin heim til mín aftur. Hér er 19 stiga frost í morgunsárið, snjór og heiðskírt og farið að birta nú klukkan hálf sjö. Íslandið var yndislegt eins og venjulega. Ekki svo mikið blessað veðrið heldur mannfólkið. Við göngum alltaf í barndóm, allavega að unglingsárunum, þegar við hittum hverja yndislegu vinina á eftir öðrum, sjáum fjölkyldurnar nánast allar, borðum of mikið, tölum frá okkur allt vit og sofum fram að birtingu....sem er náttúrulega einhverntíma undir hádegi á þessum árstíma. Við fórum ekki á Klöppina okkar í þessari ferðinni. Nýju prestshjónin í Akureyrarkirkju búa þar núna á meðan þau bíða eftir eigin húsnæði. Það að hafa vígðan mann í húsinu verður vonandi til þess að Vaðlaheiðagöngin verða boruð langt sunnan við húsið og verða hin mesta blessun þegar allt er um garð gengið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli