þriðjudagur, desember 27, 2005

Þá hefst hversdagsleikinn á ný, svona fyrir það mesta allavega. Halli fór í vinnuna í morgun, ekki það að hann hafi ekki unnið þessa síðustu daga, hann sat bara við skrifborðið hérna heima í staðinn fyrir í vinnunni. Karólína hefur körfuboltamót næstu dagana, Kristín sefur borðar æfir, talar við vinina, sefur borðar æfir, talar við vinina, sefur borðar æfir. Bjarni og Nicole eru að leita að íbúð og vinnu í Twin Cities, og hún ég held svona utanum þetta allt saman á meðan ég undirbý nýtt verkefni á Mayo. Ég á að halda námskeið í janúar í viðtalstækni, bæði einstaklings og hóp viðtöl. Kennt hef ég ekki í mörg ár svo það verður dágóður undirbúningur fyrir þessa lotuna. Hún verður samt búin fyrir Hawaii ferð!!!!!!!! Þar ætla ég að spila golf, fara í göngutúra á ströndinni, halda mér í formi, og njóta pólínesíunnar í hvarvetna...ananas og allt!

Engin ummæli: