föstudagur, desember 09, 2005

Síðustu tvo dagana hef ég farið all verulega í taugarnar á sjálfri mér. Ég hef ekki gefið mér tíma og orku til að borða rétt og vel og í hvert skipti sem ég set eitthvað ofaní í mig sem ég veit að á ekki að fara þangað þá verð ég öskureið við gerandann. Ég hef verið á fleygiferð útum allar koppagrundir að klára jólainnkaup fyrir Íslandsferð og gef mér alls ekki tíma til að taka með mér mat eða snakk (eins og það sé nú tímafrekt, þetta er bara merki um leti og ómynd) eða finna staði sem selja almennilega fæðu. Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt því ég veit að eins og mitt líf er nú þá er þetta mynstur ekki undantekning heldur reglan. Við ferðumst mikið og ég er eins og útspýtt hundskinn að ýmist að undirbúa ferðir eða að ganga frá eftir ferðir eða njóta þess að hafa gesti eða fara til vina og annað þar fram eftir götunum. Ég verð að finna út hvernig nýi lífsstíllinn minn virkar utan heimilisins míns. Þetta er allavega ekki að virka núna.

Engin ummæli: