þriðjudagur, desember 20, 2005

Veðrið i Minnesota

Það er að hlýna. Það er bara 15 stiga frost núna og á laugardaginn verður hann rétt undir frostmarki og kanski snjókoma, ekta aðfangadagur. Í fyrradag var 28 stiga frost og annað eins í gær en núna er þetta bara skaplegt. Fjölskyldumeðlimum finnst þetta fremur kalt, og þá sérstaklega þessari sem býr að öllu jöfnu rétt við New York. Henni sem aldrei var kalt hér áður og fyrr, finnst Minnesota í kaldara lagi. Mér finnst þetta tilheyra þessum árstíma hér á sléttunni, ef hann er hlýr, grár, og vindasamur þá er eitthvað að.

Engin ummæli: