Ég birti síðasta pistil óvart áður en ég var búin svo hér er framhaldið.
Við fórum líka í annað yndislegt boð hjá heiðurskonunni í Bólstaðarhlíðinni. Þar komu saman margir af gömlu vinunum úr MA. Eins og venjulega þá var þilskipaútgerðarskrásetjarinn í skipulagshugleiðingum. Hann og ektamaki minn eru farnir að skipuleggja ferðalög allt til 2008...og er þá ekki verið að tala um fundaferðir heldur svona venjuleg ferðalög útum heim. Mér var fengið það hlutverk að skipuleggja og halda utanum skíðaferð til Norefjell í febrúar 2007, Halli og Ingó eru að skipuleggja akstursferð suður Klettafjöllin einhverntíma sumars 2008, Stjáni og Halli ætla að mótórhjólast en hvorki ég né Guðlaug. Ingó ætlar svo að ríða með okkur norður Sprengisand í sumar, við Guðríður ætlum að koma með, ég ekki eins áköf og hinir. Svo var verið að tala um Nepal, Galapagos eyjar, Perú og guð má vita hvað annað. Guðríður og Anna Elín voru nú með plön minni í sniðum...kaffi á einhverju af kaffihúsum bæjarins einu sinni í mánuði eða svo. Nóg var af hugmyndunum því nú eru börnin að vaxa úr grasi og við komin með rýmri tíma en síðastliðin tuttugu ár eða svo.
Svo voru litlu jólin (fleirtala, ákveðinn greinir) í Þórólfsgötunni og Hamragerðinu. Það voru sagðar margar sögur, mikið hlegið, margt rætt, mikið borðað af góðum mat og í alla staði voðalega skemmtileg samkvæmi.
mánudagur, desember 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli