Þá er veturinn opinberlega genginn í garð. Hér skiptast nefnilega árstíðirnar í fjóra jafna hluta og miðast byrjun hvers og eins við vetrarsólstöður, jafndægur á vori, sumarsólstöður og jafndægur á hausti. Það skemmtilega er að veðrið fylgir þessu ótrúlega vel, þetta er sumsé ekki tilviljanakennt hér eins og á Íslandi. Alvöru vetur byrjar oftast ekki fyrr en líða tekur á desember, vorið lætur sjá sig fyrir alvöru í lok mars, hitabylgjur sumars byrja oftast um miðjan júní og haustið mjakast yfir í september. Veturinn hefur byrjað eins og alvöru vetur, snjóað minnst einu sinni í viku svo það er alltaf allt hreint, hvítt og fallegt, kuldaboli hefur heimsótt nokkrum sinnum, en nú er þetta sumsé að byrja fyrir alvöru. Annars byrjar veturinn sakleysislega, það er ekki nema tveggja stiga frost, en hann fer að snjóa bráðum og kuldinn kemur aftur, það er eitt af þessu sem við vitum með vissu. Tölfræðilega séð er kaldasta vika ársins þriðja vikan í janúar, þá verð ég á Hawaii og ekki í ull, flís, dún, með húfu, vettlinga, trefil, sokkabuxur, hlaupandi frá bíl í hús og hús í bíl, heldur útivið að njóta lífsins.
Getur annars einhver upplýst mig hvað Baltasar Kormákur var að segja í Mogganum í dag um engan snjó í Minnesota? Ég sá fyrirsögnina á mbl.is og varð litið útum gluggann og sá snjó eins langt og augað eygði!
fimmtudagur, desember 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli