föstudagur, desember 30, 2005
Tíðindalítið á vesturvígsöðvunum
Þá er körfuboltamóti Karólínu lokið og gekk það afar vel. Hún spilaði besta körfubolta sem ég hef séð hana spila og stjórnaði sínum konum með harðri hendi. Hún er mikill stjórnandi í sér....ekkert skil ég hvaðan barnið hefur það. Ég hef því séð marga leiki á síðustu þrem dögum, þrjá hjá henni og nokkra aðra á meðan verið er að bíða og svo úrslitaleikurinn í gær, tímabilið byrjar svo aftur næsta föstudag svo nú er viku frí hjá okkur en fjögurra daga frí hjá henni og er það mesta frí sem hún hefur fengið frá æfingum í marga mánuði. Skólinn byrjar aftur á þriðjudaginn hjá henni og þá byrjar lokaspretturinn í high school. Halli hjólaði í vinnuna í morgun eftir snjókomu næturinnar á nagladekkjum, í vetrarhjólafötum, með lambhúshettu og þykka vettlinga. Hann er nefnilega í fríi í dag og þá fer maður í vinnuna, bara aðeins seinna en venjulega og kemur heim aðeins fyrr en venjulega. Ég er með ógnar strengi í öllum skrokknum í dag eftir átök hjá einkaþjálfaranum á miðvikudaginn. Hún bætti allra handa erfiðum æfingum við prógrammið og nú loga lærin, ég get hvorki hóstað né hlegið, og þaðan af síður lyft handleggjunum yfir höfuð. Á eftir fer ég í yogalates og þá næ ég vonandi að hita vöðvana upp og teygja og sveigja þannig að ég skakklappist ekki um eins og gamalmenni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli