fimmtudagur, desember 08, 2005
Það hefur verið fimbulkuldi hér síðustu dagana, allt niður í 27 stiga frost. Í dag er bara hlýtt, 10 stiga frost og snjókoma. Fallegt úti, jólalegt, og ljúft. Við höfum haft húsið fullt af góðum gestum frá litlu eyjunni sunnan meginlands Íslands. Fullt hús er nú all kröftulega í árinni tekið því plássfrek eru þau nú ekki. Þau fara heim í dag og við Halli svo á laugardaginn og ég búin að kaupa allar jólagjafir fyrir Íslandið!!!!!!!!!! Fyrst þarf ég víst að stjórna jólabarnaballinu hjá Íslendingafélaginu á laugardaginn og svo er það beint í flugvélina Heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli