föstudagur, mars 03, 2006

Það er enginn duglegur eða drífandi á Íslandi lengur. Allir sem nenna að koma hlutunum í verk eru ofvirkir... ekki duglegir eða drífandi heldur ofvirkir. Ég ætla rétt að vona að þetta sé skammtíma breyting á tungumálinu því það er tvennt ólíkt að vera ofvirk(ur) eða dugleg(ur), annað telst vera normal en hitt ekki. Við öðru eru stundum gefin lyf en hinu ekki. Annað getur verið vandamál en hitt ekki. Það fyrra skilar oftast litlu meðan hið síðara miklu. Ofvirkir eiga gjarnan erfitt með að einbeita sér og klára byrjað verk á meðan dugnaði fylgir sú hugsun að klára það sem byrjað er á því hlutirnir eru drifnir af.

1 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Þetta er góður punktur hjá þér, það er algjörlega farið að misnota orðið "ofvirkni" hér á landi. Stundum er þetta líka notað í hálf niðrandi tón "hún er nú bara eitthvað ofvirk" ef fólk öfundar aðra af dugnaði þeirra.