mánudagur, mars 20, 2006

Ég var í súkkulaði þörf í gær og átti ekkert nema Siríus suðusúkkulaði, þetta í tvöföldum pakka og vafið í bökunarpappír. Þar má lesa:

"Siríus vanilin Konsum súkkulaði er í senn úrvals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr völdum kakóbaunum í nýtískuvélum. Siríus vanilin Konsum súkkulaði er nærandi, auðmeltanlegt, bragðgott og drjúgt til suðu. Það hefur árum saman verið eftirlætisnesti ferðamanna."

Þetta minnir á maltölið góða sem er nærandi og gott fyrir meltinguna.

3 ummæli:

ærir sagði...

skv leiðbeiningum í british medical journal á að borða 100gr af dökku súkkulaði á dag (t.d) síríus, það kallast víst evidence based meal. má eflaust finna við leit á netinu.

ærir sagði...

ath 100gr er önnur platan af tveim í síríus suðusúkkulaðipakkanum

Katrin Frimannsdottir sagði...

Siríus Konsum súðusúkkulaði er sumsé mein holt. Kannski ég fái mér bara fleiri bita.