Börnin mín gáfu pabba sínum innrammað ljóð í gjöf á feðradaginn fyrir einum 13 árum eða svo. Karólína hafði verið að velta fyrir sér þessu MD sem var fyrir aftan nafn föður hennar á öllum skiltum allsstaðar í vinnunni og ég hafði sagt henni hvað þetta þýddi. Nokkrum dögum seinna rakst ég á þetta dásamlega ljóð sem börnin gáfu svo föður sínum:
My Daddy, M.D.
Whenever Daddy signs his name
he always writes M.D.
So people all will know
that he belongs to me.
For MD means "My Daddy"
or something just the same
and that is why he always
puts these letters in his name.
Some letters in his name are small
but these are not, you see.
He always makes them big like that
because he's proud of me.
Ramminn var á skrifstofu hans öll árin sem hann var á háskólasjúkrahúsinu en þegar við fluttum hingað niðureftir þá fannst ljóðið ekki. Ég var svo að grúska í gömlu dóti niður í geymslu í fyrradag og kemur þá ekki blessað ljóðið uppí hendurnar á mér. Góður dagur það.
fimmtudagur, október 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Frábært ljóð - gaman að það fannst aftur :-)
Skrifa ummæli