þriðjudagur, október 10, 2006

Morgunmaturinn í dag samanstendur af heimabökuðu rúgbrauði með reyktum silungi veiddum af heiðurs-húsbóndanum í Vinaminni, kaffi, appelsínudjús til að skola niður lýsisperlunum og svo Andreu Gylfadóttur með Tríói Björns Thoroddsen. Gerist ekki öllu betra hér á bæ. Í augnablikinu eru þau -og svo ég- að flytja Ömmubænina hans Jenna Jóns.

3 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Flottar myndir hér að framan!! Gott að heyra að fleiri en ég syngja með þegar hlustað er á tónlist :-)

ærir sagði...

takk fyrir göngutúrinn í Haukadalsskógi. Ætla að nappa fallegum myndum og birta hjá mér.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þetta eru hinar allra bestu myndir, og takk sömuleiðis, þetta var hins besta ferð. Kannski flytjum við heim einhverntíma ef Halli fær vinnu!