þriðjudagur, janúar 16, 2007

25 stiga frost í morgunsárið en eitthvað á hann víst að hlýna um miðjan daginn, ekki mikið en kannski í 15 stig. Það er sem betur fer snjór yfir öllu og voðalega fallegt úti. Við Halli ætlum í borgarferð eftir vinnu hjá honum í dag og í svona kulda verður að hafa teppi í bílnum ef eitthvað skildi nú koma uppá. Það verður gott að bregða sér af bæ, við gerum alltof lítið af því en nú er mikið ferðalaga tímabil framundan og það er alltaf skemmtilegt. Því miður er Hawaii ekki á dagskrá eins og fyrir ári síðan en það er allt í lagi, mér hefði þótt fínt ef skíðaferð væri á dagskrá en henni verður víst ekki komið fyrir í ati næstu mánaða.

Engin ummæli: