fimmtudagur, janúar 25, 2007
Ég fæ mig ekki til að skrifa um bjánann í Hvíta húsinu því ég er svo reið og svo undrandi á hegðun mannsins svo og hans nánustu ráðgjafa eins og Cheney að ég get varla hugsað, hvað þá skrifað um þá apaketti. Ég nefnilega verð svo reið að líkaminn stífnar allur upp og ég fæ verki í herðar og bak eftir svona reiðiskast. Þess vegna ætla ég að skrifa um veðrið hérna í Minnesota. Það er merkilegt hvað "eðlilegt" og "venjulegt" getur verið gott. Alveg sama þótt það sé 40 stiga frost. Ef það telst vera eðlilegt þá er það bara allt í lagi. Þegar það var 10 stiga hiti og rigning í lok desember hér í Rochester þá leið mér voðalega illa og fannst þetta afar óþægilegt því svona á þetta bara ekki að vera og verölding hefði farið fjandans til ef náttúrulöflin hefðu haldið svona áfram. Það er því búið að vera voðaleg notalegt að hafa snjó og kulda síðustu tvær vikurnar. Ekkert ógnarkalt en svona niður í -25 stigin. Nú er að koma mikill kuldakafli, á að fara í -40 um helgina, en það telst vera venjulegt og engin met í hættu svo þetta verður hið besta mál. Við erum reyndar með deildarveislu fyrir Vascular deildina á laugardaginn og þá þurfa gestir kannski að labba einhvern spotta í kuldanum en fólk hlýtur að lifa það af.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli