miðvikudagur, janúar 03, 2007

Við fórum í voðalega fín boð á gamlárskvöld og kvöldið áður. Við dressuðum okkur upp í okkar fínasta púss og svo voru teknar myndir af herlegheitunum. Ég nennti ekki að vera í upphlut, það er svo mikið vesen að vera með skotthúfuna (hún var ekki hönnuð fyrir konur með stutt hár!) og vestið svo ekki sé talað um óþarfa athyglina sem það kallar á. Halla fannst nóg um athyglina sem hann fékk. Kristín var með í veislunum en þegar hún tók þessar myndir þá var hún ennþá í náttfötunum!

Engin ummæli: