mánudagur, janúar 22, 2007
Það snjóaði þó nokkuð í fyrrinótt og fram eftir degi. Kall minn vildi hlaupa í vinnuna í a.m.k. 10 sentímetra púðrinu og það var mér algerlega að meinalausu. Ég skildi samt ekkert í því í gærmorgun að allt í einu var hann horfinn og ekki hafði hann kvatt svo varla gatt hann verið farinn og að auki voru hlaupaskórnir á sínum stað. Ég leitaði á öllum þessum venjulegu stöðum en allt kom fyrir ekki þangað til að ég heyrði hávaða snjóblásarans úr bílskúrnum. Það hefur verið mitt verk frá upphafi okkar búskaps að moka frá svo ég skildi ekki alveg hvað var um að vera og leit því útí bílskúr...og þarna stóð hann í hlaupafötunum, með bakpokann, vettlingalaus, húfulaus....og á inniskónum að moka frá. Ég hló mig máttlausa og hann hætti verkinu fljótlega sem ég svo kláraði í undurfögru veðri eftirmiðdagsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli