föstudagur, janúar 12, 2007

Hver ætli sér skilgreiningin eða útlistunin á því hvenær svokallaður sigur vinnst í Íraksstríðinu? Þegar ráðist er inní land með þeim tilgangi að hrinda einhverjum af stóli þá er það nokkuð ljóst að sigur er í höfn þegar þjóðhöfðinginn er fallinn. Saddam Hussein er allur og því ætti sigur að vera í höfn ekki satt? En nei, alveg rétt Bandaríkjamenn réðust inní Írak til að vinna sigur á hryðjuverkamönnum og til að finna gjöreyðingavopn. Úúúppps, þeir fundu hvorugt og hvernig er þá hægt að vita hvenær sigur er í höfn? Það eina í stöðunni er að færa markið og stækka það og minnka að vild og færa svo það verði nú örugglega fyrir einhverntíma þegar skotið er. Nú er víst takmarkið að koma á stöðugu lýðræði í Írak, og Bandaríkjamenn eiga að vera dómarar um það hvenær því takmarkinu hefur verið náð. Forsetinn í fararbroddi hefur ekki hugmynd um hvað lýðræði þýðir í raun, í hans huga er lýðræðinu framfylgt þegar hann fær sínu framgengt, með góðu eða illu, lygum og prettum. Það er einhver mesta þversögn sögunnar að skipa Írökum að koma á lýðræði!

Engin ummæli: