mánudagur, janúar 08, 2007

Aftur er orðið hljótt í húsinu. Karólína flaug austur eftir í gær og Kristín og Adam keyrðu af stað í fyrradag og komu á áfangastað í gærkveldi eftir 20 tíma keyrslu. Þau gistu í Indiana á leiðinni og sögðu að allt hefði gengið vel. Frekar þau en ég! Líkamanum mínum finnst langferðir í bíl ekkert voðalega spennandi, ég blæs út af bjúg og verð öll hin ómögulegasta. En mér finnst gaman að eyða svona miklum tíma með fjölskyldunni. Það er nefnilega ekkert hægt að gera í þessu litla plássi annað en að tala saman og vera sátt. Það er ekki oft sem við fáum svona marga klukkutíma saman öll á einum stað. Við fórum í margar langar ökuferðir saman þegar krakkarnir voru litlir og mér fannst það mjög skemmtilegt og ég geri þetta svo sem enn, t.d. um Evrópu í mars á síðasta ári, en langar ökuferðir eru orðnar mun sjaldnar en við ferðumst þeim mun meira á flugi enda oft erfitt um vik þegar börnin manns eru út um viðan völl.

Engin ummæli: