miðvikudagur, janúar 10, 2007
Í kvöld ætlar kallfauskurinn í Hvíta húsinu að halda ræðu og á það víst að vera stefnuræða áframhaldandi Íraksstríðs. Maðurinn hljómar eins og vitfirringur í þessu stríðsskaki sínu, að hann skuli virkilega halda því fram að aukinn herstyrkur geti "hjálpað" Írökum eru mér gersamlega óskiljanleg rök. Bandaríkjamönnum tókst að koma á borgarastríði í Írak með innrás sem var tilefnislaus og það eru voðalega litlar líkur á að þeim takist að stoppa þá óöld sem þeir uppskáru í kjölfar innrásarinnar, þeir hafa hvorki traust né aðstöðu til. Írakar virðast ekkert hafa með það að gera hvort þeir vilji fá fleiri Ameríkana inní landið eða ekki, Bush gengur út frá því sem vísu að fleiri hermenn séu velkomnir og virðist ætla að taka einhliða ákvörðun. Hann ætlar svo að ota Demókrötunum útí fenið með því að bjóða þeim "you are damned if you do and damned if you don´t". Hvort sem þeir eru með eða á móti forsetanum þá tapa þeir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli