föstudagur, desember 21, 2007
Það er svo gott að hafa stelpurnar heima. Eins og mér finnst gaman að fylgjast með börnunum mínum verða að fullorðnu fólki sem tekur sínar ákvarðanir og afleiðingum þeirra þá finnst mér ekkert eins notalegt og húsið fullt af börnum. Þær komu báðar útkeyrðar heim eftir erfiðar annir og við erum að reyna að telja þeim trú um að svefn sé af hinu góða. Það sé hið besta mál að sofa vel og lengi...því er ekki alltaf vel tekið, þ.e.a.s. þær jánka því en gerðirar eru stundum aðrar. En samt, síðustu tvær nætur hafa þær náð 8-10 tímum sem er hreint ótrúlegt því þegar þær eru í skólanum þá þykir það gott að ná 6-7 tímum. Ég er hrædd um að hún ég væri orðin framlág eftir svoleiðis svefn í nokkra daga, hvað þá mánuði. Enda er ég ekki tvítug, ég verð stundum að minna sjálfa mig á það að ég get ekki alveg afkastað eins og ég gerði. Svo koma Bjarni og Nicole á sunnudaginn og þá verðum við með fullt hús. Gaman, gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Kata, takk fyrir jólakveðju á blogginu hennar Guðnýjar. Hér í nágrenni Oslóar er afskaplega fallegt veður núna rétt fyrir jólin, enginn snjór en þykkt hrímlag yfir öllu. Óska þér og þínum gleðilegra jóla! Anna
Skrifa ummæli