föstudagur, desember 07, 2007

Ég var rétt í þessu að muna hvað unga fókið er að gera á myndinni hér fyrir neðan. Þau voru að reyna að finna út hversu há Drangey er! Þegar við stóðum á bjargbrúninni þá vorum við að velta fyrir okkur hversu langt væri niður og þar sem enginn vissi þetta nákvæmlega þá var bara að reyna að finna það út með mælingum og stærðfræði. Það var sumsé tekinn tíminn af því hversu lengi steinninn var í falli og það eru greinilega þrír að vinna við tímatöku, einn að kasta, ein að taka mynd og ein að horfa á...þetta er eins og með fingurna sem duttu í sjóinn. Ekki man ég niðurstöðurnar eða hvort þær nálguðust rétta niðurstöðu en ég man afskaplega vel veðrið, fegurðina og útsýnið. Allir á myndinni vinna á einhverju sviði vísinda, þrír læknar einn hjúkrunarfræðingur og einn skógfræðingur og öll voru þau í námi á þessum tíma.

1 ummæli:

ærir sagði...

þetta eru góðar myndir.
ra.