föstudagur, apríl 04, 2008

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef voðalega litla samúð með vörubílstjórum og þeirra agðerðum. Jú, það er hundfúlt að þurfa að borga allan þennan pening fyrir olíu og bensín en það er enginn hluti af þessari hækkun ráðamönnum um að kenna, og hvað þá hinum almenna borgara sem aðgerðirnar bitna á. Það er heimsmarkaðsverð og gengi krónunnar sem stjórna meira en nokkuð annað og ég er ekki viss um að mótmæli vörubílstjóra og 4x4 klúbbsins (sem ég hef akkúrat enga samúð með) fái nokkru um það breytt. Ég hef reyndar afskaplega lítið lent í veseni mótmælanna vegna enda stjórna ég ferðum mínum um borgina að miklu leyti sjálf en þeir sem háðir eru þröngum og ofhlöðnum samgönguæðum borgarinnar til að komast leiðar sinnar eiga alla mína samúð. Það á ekki að láta þá þjást dag eftir dag. Allt í lagi í dag eða tvo en nú er nóg komið. Mótmælin hafa ná augum og eyrum allra en eru nú að nálgast hættulegt svæði skepnuskapar og þá fer nú samúð flestra að hverfa. Hingað til hafa líka atvinnubílstjórar hækkað gjöld sín eftir því sem bensín og olía hækkar og hafa þannig velt kostnaði yfir á kaupendur sem er réttlátt. Við kaupum af þeim þjónustu og hún kostar sitt samkvæmt útreikningi og í þeim útreikningi er olíuverð innifalið. 

Engin ummæli: