mánudagur, apríl 28, 2008

Það hefur tekið mig óvenju langan tíma að jafna mig á jet laginu. Það var eiginlega ekki fyrr en á fimmtudag sem mér fannst ég vera svona nokkuð "eðlileg", hvað sem það nú er. Mér fannst þetta alltaf alveg vera að koma en ég bara var eins og drusla snemma kvölds og gat varla haldið mér vakandi til 10 á kvöldin og var vöknuð fyrir 5 alla morgna. Nú er þetta komið. Mér tókst að vera voða dugleg að skrifa alla síðustu viku og þá er bara að vona að framhald verði á og að mér takist að ná markinu um skrif lok fyrir lok júní og Íslandsferð í júlí. 

Veðrið er búið að vera allavega, það fór best í 25 stig og sól í nokkra daga en svo kom laugardagurinn með frostmorgni og snjókomu seinnipartinn, svo sem ekkert sem festist en kalt var það. Nú fer hann að hlýna aftur og fer að nálgast 20 stigin seinni hluta vikunnar. Þá förum við Halli til North-Carolina í heimsókn til örverpisins en hún verður tvítug á mánudaginn.  Þar er spáð 30 stigum um helgina!

Engin ummæli: