mánudagur, apríl 21, 2008
Við komum hingað heim á Westwood Court á laugardagskvöldið eftir tiltölulega einfalt og létt ferðalag. Allt gekk þetta samkvæmt áætlun og telst það til tíðinda. Það var óskaplega gott að koma heim, hér er allt að verða grænt, rétt blettir hér og þar sem gætu þurft merðferðar við en allir runnar og tré eiga ekki nema nokkra daga til vikur í að springa út. Bjarni og Nicole komu til okkar á laugardagskvöldið en við vorum löngu komin í draumheima þegar þau birtust enda var það ekki fyrr en eftir miðnætti og við í 5 tíma jet lag. Við eyddum gærdeginum saman hér í rólegheitum og Bjarni eldaði svo í gærkveldi yndislega máltíð eins og venjulega og til okkar komu í mat góðir vinir að auki. Í gær gerðist ég heldur gráðug í sólina því ég sat úti í tvo klukkutíma eða svo og er all verulega brennd. Það var 19 stiga hiti, logn og hvergi skýhnoðra að sjá. Í dag á hann að fara í 24 stig en svo á að kólna eitthvað aftur en ekkert sést í hret ennþá. Þau koma nefnilega hingað líka. Nú taka skrifin við hjá mér. Ég hef sett mér það markmið að ljúka öllum skrifum fyrir lok júní!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli