þriðjudagur, apríl 01, 2008

Það er þvílíka fegurð að sjá útum gluggann minn. Hvergi skýhnoðra að sjá, bátar og skip á Faxaflóanum, fuglarnir á fleygiferð og mannfólkið að sinna sínu. Hvort þetta er gluggaveður eða ekki veit ég ekki ennþá en einhver vindur er nú sýnist mér en ekki svo mikill. Rétt um frostmark og því kallar þetta á göngutúr seinnipartinn í viðbót við ræktina. Núna þegar dagsbirtu gætir fram undir hálf níu á kvöldin þá er nægur tími til að sinna þessu öllu eftir vinnu.

Engin ummæli: