miðvikudagur, apríl 09, 2008

Nú er ég farin að sjá fyrir endann á verkefnunum mínum tveimur. Þ.e. ég sé fyrir endann á gagnaöflun í doktorsdótinu, ekki doktornum sjálfum. Jú kannski smá ljós, en ekki alveg í næstu viku. Svo er ég alveg að fara á límingunum varðandi Akureyjarbæjarverkefnið. Þetta er nefnilega minn bær og mitt fólk og einhversstaðar stendur að enginn verði spámaður í sínu föðurlandi svo ég er skíthrædd um að mér verði slátrað á kynningunum tveim í næstu viku. Ég sit því við öllum stundum og kembi öll mín gögn og fyrirlestra og hjartslátturinn fer öðru hverju uppúr öllu valdi. Ég ætti kannski að hafa púlsmælinn á mér og athuga hvað gerist þegar ég er í þessum undirbúningi. Það er langt síðan svona mikill kvíði hefur sótt á mig fyrir kynningu á niðurstöðum.

Tveir dagar í Halla og mikið verður gott að hafa hann hérna þegar að þessu fundastússi kemur.

Engin ummæli: