Ég hef verið of dugleg að fara í ræktina undanfarnar vikur, það svo mjög að ég sé mig knúna til að taka mér hvíld í dag. Ég er víst ekki tvítug lengur og líkaminn þolir ekki svona mikil átök dag eftir dag án þess að mótmæla. Síðan um páska hef ég farið 5-6 sinnum í viku, 1.5-2.5 klukkustundir í senn. Í viðbót við þetta hef ég farið í göngutúr margan fallegan daginn. Ég sem er svo dugleg að teygja mig og sveigja, þjálfa allan líkamann alltaf, anda rétt, gera samsettar æfingar, hvíla mig og borða rétt en þetta dugir bara ekki. Ég verð víst að taka pásur oftar, þ.e. að sleppa degi hér og þar...og þá sleppa alveg, ekki bara gera lítið. Oh, en leiðinlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli