föstudagur, maí 02, 2008
Það er eins og venjulega þegar börnin eru fyrirliðar þá þýðir það að foreldrarnir eru það líka. Princeton keppir á tveimur stórum mótum á vorin; Eastern Sprints og svo háskólameistaramótinu. Sprints eru á Cooper River í Camden New Jersey rétt hinu megin við ána frá Philadelphia og það er stutt að fara frá campus sem er eins gott því venjan er, og það er venja sem er tugi eða jafnvel hundruð ára gömul, að liðið er með tjald allt merkt Princeton crew í bak og fyrir og svo er matur fyrir alla, allan daginn. Þetta er ég að skipuleggja þessa dagana og það fyrir fólk sem er ofurskipulagt sjálft og því er mikil pressa að gera þetta FULLKOMIÐ. Það hefur verið það hingað til svo það er eins gott að standardinn lækki ekki á minni vakt. Karólína er að keppa í Princeton þessa sömu helgi svo við höfum ekki tíma til að gera mikið á laugardeginum svo allt verður að vera skipulagt í smáatriðum áður en að helginni kemur. Það hefst. Annars förum við til North Carolina á morgun og þar er spáð sól og 28 stiga hita, ahhhh það verður gott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli