Karólínu gekk ágætlega, hún bætti sig í það heila en var ekkert voðalega ánægð með nokkrar greinar en það verður að hafa í huga að það er ekki nema eitt ár síðan hún var skorin upp á fæti og endurhæfingin gekk mun hægar en vonast hafði verið til. Þjálfararnir voru mjög ánægðir svo hún ætti að vera það. Keppnisskapið í henni krefst meiri árangurs.
Kristín var mjög óhress því þær urðu í 3ja sæti henni til mikilla vonbrigða. Svona er líf íþróttamannsins, ekki alltaf dans á rósum og eingöngu þegar liðin eru alger undantekning eins og fyrir tveim árum þegar allt vannst er ekkert um lægðir, alltaf allt á háum tindi sigurvímunnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli