þriðjudagur, maí 27, 2008

Ég potaði sumarblómunum mínum niður í gær og brann all verulega á bakinu við það. Ég átti alls ekki von á að brenna, enda hefði ég borið á mig ef svo hefði verið, en það er enginn raki í loftinu og því sólin sterk og miskunnarlaus. Í dag var kalt, ekki nema 15 stiga hiti svo ekki freistaði sólbekkurinn mín í hádeginu, enda eins gott því sólin má ekki skína á mig næstu daga. Ég er að fara til Kaliforníu á fimmtudaginn og nú er veðurspáin voðalega girnileg ekki nema 25-30 stiga hiti og sól og ég verð útivið stóran hluta dagsins og þá er víst eins gott að ég maki á mig sólvörn. Annars þarf ég voðalega lítið af sólvörn til þess að hún virki. SPF 4 er mjög góð vörn og ég fæ ekki einu sinni lit ef ég nota SPF 8, það er bara slæmt ef ég ber ekkert á mig. Þá fyrst brennur mín ljósa húð. 

Ég þarf að bæta við sumarkjóla kostinn minn því ég þarf a.m.k. tvo kjóla fyrir útskriftina því það er veisla daginn áður, svo er útskrift og veisla um kvöldið og það væri nú þvílíkt hneyksli ef ég mætti í sama kjólnum oftar en einu sinni!!! Ég á voðalega lítið af fínum sumarkjólum því allir þeir eldri eru alltof stórir og ég hef bara keypt einn þetta vorið og engan í fyrra. Ég þarf því að fara í innkaupaleiðangur á morgun, eitthvað sem mér finnst ekki skemmtilegt. 

Engin ummæli: