fimmtudagur, maí 08, 2008
Mikið lifandi skelfing sem það er gott að heimsækja börnin. Við vorum í Norður-Karólínu um helgina og þar var sól, 28 stiga hiti og enginn raki alla dagana. Himnaríki á jörð. Það er svo óskaplega fallegt þarna og við skemmtum okkur vel í faðmi dótturinnar og héldum uppá tvítugs afmæli örverpisins. Við upplífðum reyndar að vera hóteli sem ekki er með þráðlausa nettengingu og á fyrsta herberginu sem við vorum í var ekki einu sinni línutenging og að auki var ekkert farsímasamband. Við höfum verið þarna áður en þá hljótum við að hafa verið heppin því allavega þá minnist ég þess ekki að vandræði hafi verið með farsímasamband. Eftir fyrstu nóttina fengum við nýtt herbergi og þar var línutenging og örlítið skárra farsímasamband en ekki var það gott. Starfsfólkið sagði okkur að það væru vandræði með farsímasamband í hverfinu, ég á erfitt með trúa því, það er ekkert að sambandinu á Duke kampusnum sem er innan við einn kílómetra frá hótelinu. Við erum orðin svo háð farsímum og nettengingum að það er hið versta mál að geta ekki haft samband við umheiminn þegar þarf. Karólína fær öll sín skilaboð frá skólanum og kennurum í gegnum tölvupóst og allir vinirnir hringja í farsímann svo þetta var hálfgert brölt að skipuleggja fundi og annað. Við verðum væntanlega ekki þarna aftur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli