fimmtudagur, maí 01, 2008

Voðalega sem þessi tími líður hratt. Karólína var að klára vorönnina í Duke í gær og er þá hálfnuð með BA námið og Kristín er í síðasta tímanum sínum í Princeton því hún klárar BA í júní. Bjarni er kominn í háskóla aftur og er núna í University of Minnesota, skóli mömmu hans og pabba og okkur til mikillar gleði, og ætlar að klára þetta eina og hálfa ár sem hann á eftir. Ekki það að mér finnist ég vera gömul, ó nei, nei, nei, ég tók t.d. real-age prófið og það segir mér að líkaminn sé 38 ára. Ég er náttúrulega ánægð með það því það er tekið inní allt milli himins og jarðar svo sem, hreyfing, þyngd, mataræði, ættarsaga, heilsa, vinskapur, o.s.frv. Ekki það að ég vilji verða ung aftur, ég er afskaplega ánægð með lífið eins og það er og þar sem ég er en það er á svona stundum þegar börnin ná mikilvægum áföngum að ég lít til baka. Mér finnst afskaplega gaman að lifa og reyni að halda góðu sambandi við allt og alla, það hefur ekkert farið fram hjá mér hvað það er mannskemmandi að vera langrækinn og "hata" einhvern. Það sama gildir um fýluna, það er voðalega leiðinlegt að fara í fýlu því það er svo mikil vanlíðan sem fylgir henni. Hún er langverst fyrir mann sjálfan og étur mann upp til agna. Er ekki Pollýönnu leiðin svo miklu betri og skemmtilegri?

Engin ummæli: