mánudagur, maí 26, 2008
Ég hef litla, iðna, skemmtilega, og eins árs "dömu" hjá mér í heimsókn. Hún spjallar útí eitt og ég skil ekki orð enda svo sem engin orð að skilja, það koma bara hljóð eins og heilar setningar. Svo er greinilegt að það eru lesnar fyrir hana dýrabækur því ef hún sér bók þá fer hún að herma eftir dýrahljóðum. Það verður reyndar seint um hana sagt að hún sé dömuleg. Pabbi hennar sér að mestu um uppeldið á meðan mamma hennar er að læra að verða heila-skurðlæknir og hann er ekki mjög penn og sér lítinn tilgang í punti og prjáli. Sú stutta, Annika, er oft hálf nakin því hann nennir ekki að skipta alltaf um föt á slefandi barni, það er svo miklu einfaldara að bara þurrka bringuna. Það er yndislegt að hafa svona lítið mannfólk í húsinu, við tvö þessi gömlu dinglum hér innanhús annars en núna er kall minn að hlaupa með pabbanum og við kvenfólkið njótum morgunsins hér innivið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli