Ja hérna hér.
miðvikudagur, maí 14, 2008
Lífið er eitthvað voðalega litlaust þessa dagana, þ.e.a.s. ég og minn heili. Ég les og skrifa 8-3 og stundum til 4 ef vel gengur eins og í gær. Svo er það ræktin, kvöldmatur, og kannski heimsóknir ef vel vill annars erum við hérna heimavið. Við fáum smá lit í lífið um helgina þá förum við til Princeton að horfa á báðar stelpurnar. Karólína keppir í sinni sjöþraut á föstudag og laugardag og Kristín í róðri á sunnudag. Svo ætlum við að njóta New York borgar á mánudaginn áður en við leggjum í hann heim á kornakrana í mið-vestrinu. Kristín er voðalega hljóð með hvers hún væntir á sunnudaginn en hún segir allavega að þetta verði mjög spennandi. Þær eru búnar að tapa einni keppni í vor, á móti Yale, en Yale tapaði fyrir Brown, sem Princeton vann auðveldlega, svo það er aldrei að vita hvað gerist segir hún. Þegar hún leggur í hann á hótelið á föstudagskvöldið verður hún búin með Princeton, síðasta prófið er þá um kvöldið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli