föstudagur, nóvember 11, 2005
Vinnan
Þessa dagana er ég að vinna að úttekt á skurðdeildinni. Ég er búin að taka 45 viðtöl við lækna innan og utan deildar til að fá m.a. álit þeirra á stöðu deildarinnar og hvað þarf að gera í framtíðinni til að hún verði áfram ein af bestu skurðdeildum í heimi. Þetta hefur verið alveg óskaplega skemmtilegt og ég átt viðtöl við fádæma vel upplýst, vel talandi, vel hugsandi, og opinskátt fólk. Það sem mér finnst nú eiginlega merkilegast við þessa úttekt er að yfirlæknirinn skildi yfir höfuð þora að gera þetta, það þarf sterk bein til að hlusta á niðurstöður úr svona úttekt. Enginn hefur skammað deildina eða verið á nokkurnhátt ómálefnalegur heldur hafa allar athugasemdir og tillögur verið mjög uppbyggilegar og byggðar á rökum eða heimildum. það er svo gefandi að tala við fólk sem kann að gagnrýna án þess að rakka aðra niður og sem kann að ræða um hlutina frá öllum sjónarhornum. Ég kynni niðurstöðurnar eftir viku!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Halur er hættur að mæta á fundi og betrunarmessur í heilbrigðisgeiranum; hann sendir bara bréf og biður um ákveðna hluti með já-i eða nei-i! Held reyndar að íslenska kerfið verði aldrei betrumbætt öðruvísi en á þann hátt að þeir sem þar vinna beri eiginlega ábyrgð og njóti "góðs af hagnaði í rekstri sem öðru er að þessu lítur" og í leiðinni þyrfti að hreinsa til.
Skrifa ummæli