mánudagur, desember 26, 2005

Annar dagur jóla. Hann er nú reyndar ekki til hér í landi. Jólin eru bara einn dagur, og svo allt búið. Mér hefur alltaf fundist dagarnir milli jóla og nýárs, tími sem Normenn kalla svo fallega "romjul", svo notalegir dagar. Allt umstangið búið, engin plön, bara fullt af tíma sem hægt er að nota í allt mögulegt. Góðar bækur bíða, handavinna í körfu, skíðabrekkur, göngutúrar og heilsuræktarstöð nútímans. Þangað fer ég á eftir til að berjast við að nota orkuna sem kom í formi matar síðustu dagana, orka sem annars safnast upp, ónotuð, á stöðum sem ég vil ekki hafa hana.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól! Ég er svo sammála þér í öllu með "romjul". Nú er einmitt svo fallegt "romjulsvær", kyrrt, svalt og fyrr í dag sást til sólar hér í nágrenni Oslóar.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þakka þér Anna mín og gleðileg jól. Ég get rétt ímyndað mér fegurðina í Oslóborg. Ekki slæmt að fara í Nordmarka!