þriðjudagur, maí 16, 2006
Ég er farin að hlakka all verulega til frumsýningar á Da Vinci Code, ég hafði ómælda ánægja af að lesa bókina og ég hef miklar vonir bundnar við myndina, kannski er það vís leið til vonbrigða. Er þetta ekki dæmigert að þora aldrei að hlakka til án þess að slá einhverja varnagla, þetta er nú þrátt fyrir allt bara bíómynd ekki fræðslumynd. ERGO: ég hlakka til að fara í bíó og skammast mín ekkert fyrir það, og hananú.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Halur hefir aldrei séð kvikmynd unna eftir bók (sögu) betur heppnaða, en sjálfa bókina. Það verður að líta á kvikmyndina sem sjálfstætt verk, en það tekst nú fáum eins og þú ert að árétta. Enn og aftur kemur í ljós að handritið ræður að mestu útkomunni (nema kannski í Hollívuúd).
Halur
Ég er alveg sammála því að sjaldnast eru kvikmyndir eins lifandi og bækurnar sem þær eru gerðar eftir en mér hefur tekist með árunum, og meiri þroska, og þolinmæði????? að líta á myndirnar sem sjálfstætt verk, enda ekki von til að koma öllum smáatriðunum sem gera bók skemmtilega fyrir í tveggja tíma mynd.
Skrifa ummæli