þriðjudagur, apríl 22, 2008

Það fóru kuldaskil yfir okkur í nótt með tilheyrandi þrumuveðri, mitt fyrsta þetta vorið. Það var ósköp notalegt að heyra í þrumunum og það brakaði og brast í öllu og það er enn að sperra sig veðrið. Halli fór nú samt á vespunni í vinnuna, það þarf nú meira en þrumuveður til að fá hann til að ferðast með bíl. Það er gott að vera komin heim og alveg ótrúlegt hvað uppþvottavél og sjálfskiptur bíll er mikill lúksus eftir að vera í húsum okkar á Íslandi sem hvorugt hafa uppþvottavél og gamla græna sem er náttúrulega beinskiptur. 

Annars sé ég að það er þvílík blíða í höfuðstað Norðurlands að ég lít á vefmyndavélar mörgum sinnum á dag. Það er mikil fegurð í Eyjafirðinum þessa dagana.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Já það er alveg sérlega gott veður þessa dagana. Ég er margbúin að hugsa um það hvað ég er heppin að vera að jafna mig eftir aðgerðina í svona góðu veðri :-)

Katrin Frimannsdottir sagði...

Það er ótrúlega gaman þegar vorið lætur sjá sig á svona undraverðan hátt, ekki einu sinni rok að kvarta yfir. Láttu þér batna almennilega áður en þú ferð að puða í Pottum og Prikum!