mánudagur, apríl 14, 2008

Halli minn er kominn mér til mikillar ánægju. Börnin okkar halda því fram að þessi aðskilnaður hafi verið góður fyrir okkur en við gömlu erum ekki á því, þetta var alltof langur tími, við erum of náin fyrir svona langan aðskilnað. Okkur hefur tekist að gera eitt og annað eins og venjan er þegar hann mjög virki maður minn mætir. Göngutúr í miðbæ Reykjavíkur, kaffihús með Gurlu, kaffi heima á Kvisthaga með Kalla og Siggu, kvöldmatur hjá Gurlu með vinum...þetta allt á föstudaginn. Á laugardaginn fórum við í göngutúr um Heiðmörkina um morguninn með Stjána og co, fermingarveislu um eftirmiðdaginn og svo kvöldverður í Borgarnesi með fjölskyldunni. Gistum í Borgarnesi og keyrðum norður í gær og fórum í mat til bróður míns. Í morgun fórum við í ísskápa leiðangur. Þegar við komum hingað þá var gólfið í eldhúsinu allt orpið og undið og í ljós kom að ísskápurinn eyðilagðist og vatn lak útá gólf. Sem betur fór þá var hvorki kjöt né fiskur í skápnum svo lyktin var ekkert voðalega slæm og við vonumst til að gólfið jafni sig þegar það þornar. Nýi ísskápurinn er kominn og hinn fer á haugana á eftir. Þetta finnst mér nú bara vera þó nokkur afrakstur þriggja daga því þetta er náttúrulega í viðbót við undirbúning fyrir tveggja tíma fyrirlestur í dag og annan á morgun hjá mér.

4 ummæli:

ærir sagði...

maður verður bara sveittur á að lesa um allt þetta aktívítet. gott að þið eru saman aftur. kveðja til hb
kv
ra

Nafnlaus sagði...

Sæl Kata mín!
Takkk fyrir síðast, Heiðmörk var æðisleg og Esjan líka. :-)
Ég hafði misskilið þetta með fundinn hann var ekki ætlaður okkur öllum - þannig að ég fór bara á skíði.
Sjáumst þó síðar verði!
bk Veiga

Nafnlaus sagði...

Já það er ljóst að ég hef alltaf verið hrifin af stafnum k - eins og þú sérð hérna á undan. :-)
Höfum nóg af k-um! og líka fólki sem ber nafn sem byrjar á þessum fallega staf.
kk Veiga

Katrin Frimannsdottir sagði...

Ég verð nú oft þreytt við það eitt að fylgja mínum manni eftir. Hvað þá að hugsa um allt það sem hann hefur á prjónunum, það er nú bara til að æra óstöðugan.

Sömuleiðis Veiga, þatta var yndislegur göngutúr og ég hefði ekki haft á móti því að skella mér á skíði á mánudaginn en ég var víst upptekin við annað!