þriðjudagur, mars 29, 2005

Ferð í austurátt

Mikið dásamlega höfðum við mæðgurnar það gott um helgina. New Jersey skartaði sínu fegursta á snemm-vori á laugardaginn og róðrarkeppnin var spennandi og skemmtileg sem endaði með sigri Princeton á erkifjandanum Brown. Þetta var hið mesta mál því Brown varð Ameríkumeistari í fyrra. Kristín var að sjálfsögðu í sjöunda himni með árangurinn og okkur Karólínu fannst voðalega gaman að vera hjá henni á þessum degi. Seinni hluta laugardagsins fórum við til New York í verslunarleiðangur og á sunnudaginn fórum við aftur en ekki til að versla, núna réð mamman ferðinni og hún neitaði að fara í búðir og því var gengið um Central Park, 5th Avenue, svo farið á Lower East Manahattan en þangað vil ég ekki fara nema í björtu, þetta var heldur skuggalegt hverfi. Í gær rigndi þessi lifandis ósköp, það var bara alls ekki hundi út sigandi, en Karólína fór að heimsækja yfirrþjálfarann í frjálsum í Princeton og skoðaði sig um og sá þessi ótrúlegu mannvirki sem þarna eru, mannvirki úti og inni sem eingöngu eru ætluð frjálsum. Eftir að hafa verið í bátahúsinu í Princeton (http://www.princeton.edu/~crew/facilities/index.html) þá er nú reyndar ekkert sem kemur manni á óvart þegar Princeton er annars vegar. Það var sem betur fer ekkert erfitt að kveðja Kristínu í gær og það var gott að koma heim í gærkveldi en nú er óvíst hvort við sjáum hana fyrr en í lok maí en svona er nú lífsins gangur, börn verða fullorðin og lifa sínu eigin lífi óháð því hvar foreldrana er að finna.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Já, þetta hefur greinilega verð góð ferð hjá ykkur mæðgum. Og gaman að skoða myndirnar úr þessari ferð og fleirum á myndasíðunni ykkar. Bestu kveðjur úr sundlauginni...

Katrin Frimannsdottir sagði...

Það er gott til þess að vita að þú og sundlaugin eru farin að endurnýja gömul kynni. Hún er góður vinur í raun.