þriðjudagur, mars 29, 2005

Roður

Þetta er mynd af róðarliðinu í Princeton rétt áður en þær komu í mark. Kristín er þriðja frá vinstri (í sæti 3). Henni er nánast aldrei kalt og því er hún ein af tveimur í samfestingnum einum fata. Hin stelpan sem það gerir er frá Vancouver í Kanada. Kristín fær að heyra það oft og iðulega að hún sé víst ábyggilega frá Íslandi og þrífist best í kulda. Ef þið viljið sjá fleiri myndir þá eru þær á http://homepage.mac.com/bjarn001/PhotoAlbum11.html

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt er að óska henni og ykkur til hamingju með þennan glæsta árangur, róður hefur alltaf heillað mig; öxlin bara léleg orðin eftir mikla vinnu!!! Var í róðrarliði Vinnslustöðvarinnar í Eyjum snemma á síðustu öld, það er mín eina upphefð í lífinu. Segi ekki meira.
Halur

Katrin Frimannsdottir sagði...

Ég kem óskunum á framfæri. Róður er óskaplega falleg íþrótt og hefur alltaf heillað mig líka en það er víst eins gott að hafa axlirnar í lagi! Það er reyndar til mjög fínn alvöru róðrarbátur hjá siglingaklúbbnum á Akureyri svo þegar við verðum heima í sumar þá ættum við ásamt völdu liði að taka okkur til og róa þessum ágæta bát. Mér skilst að hann hafi ekki verið settur á flot síðan hann kom til bæjarins. Kata